Fętur og sykursżki

Það er afar brýnt fyrir sykursjúka að láta fylgjast vel með fótum sínum. Ef engin fótamein eru fyrir hendni þá nægir ein heimsókn á ári til fótaaðgerðafræðings en um leið og einhver vandamál gera vart við sig á að leita til fótaaðgerðafræðings og fer það síðan eftir stærð vandans hversu títt þarf að fylgjast með fótunum.

Fótaaðgerðafræðingar stofunnar hafa stundað framhaldsmenntun í meðferð fóta sykursjúkra og leitast við að hafa samvinnu við lækna sjúklinganna.

Ráðlegt

Óráðlegt

 • Að þvo fætur daglega. Þurrka vel á milli tánna.
 • Að skoða fætur og tær daglega, gott er að nota spegil.
 • Að klæðist mjúkum þykkum sokkum. 
 • Að klippa neglur þvert.
 • Að máta nýja skó vel áður en þið kaupið þá og vanda valið
 • Að stunda daglega  hreyfingu.

 

 • Að ganga berfætt
 • Að ganga á háum hælum, sandölum eða támjóum skóm.
 • Að þrengja um of að leggjunum.
 • Að reyna sjálf að fjarlægja sigg, líkþorn eða vörtur eða að nota líkþornaáburð.
 • Að reyna sjálf að klippa inngrónar táneglur.
 • Að neyta matar og áfengis í óhófi.

Þennan bækling er einnig að finna á vefsíðunni www.doktor.is


Stašsetning